Ókind rýfur fjögurra ára þögn 2. september 2010 22:00 Hljómsveitin Ókind rís upp frá dauðum á laugardagskvöld eftir fjögurra ára þögn. Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár. „Þetta er eiginlega gjörningur, bara einir tónleikar,“ segir Steingrímur Karl Teague, sem hefur getið sér gott orð að undanförnu með hljómsveitinni Moses Hightower. „Við erum félagar líka utan hljómsveitarinnar. Það var alltaf voða skrítið að vera að hittast og ekki spila. Við erum búnir að æfa stíft og erum að reyna að troða okkur í rokkbuxurnar aftur. Miðað við hvernig þetta er búið að vera á æfingum þá er þetta farið að hljóma ágætlega,“ segir hann og bætir við: „Ástæðan fyrir því að við gerðum þetta er að Ingi gítarleikari er að flytja til London, þannig að það er núna eða aldrei.“ Flestir meðlimir Ókindar hafa verið viðloðandi tónlist síðan hún fór í frí. Ingi Einar er tónleikaljósamaður, bassaleikarinn Birgir Örn upptökustjóri, og söngvarinn og hljómborðsleikarinn Steingrímur hefur starfað í hljómsveitunum Ojba Rasta og Stórsveit Samúels J. Samúelssonar, ásamt Moses Hightower. Söngvaskáldið Jón Þór (úr Lödu Sport og Dynamo Fog) sér um upphitun á tónleikunum á Faktorý. Aðgangur er ókeypis og platan Hvar í Hvergilandi verður til sölu á góðu verði.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira