Enski boltinn

Carlo Ancelotti: Þetta var besta frammistaðan á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicolas Anelka fagnar öðru marka sinna í leiknum í dag.
Nicolas Anelka fagnar öðru marka sinna í leiknum í dag. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að sjálfsögðu kátur eftir 7-2 sigur sinna manna á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ég held að þetta hafi verið besta frammistaða okkar á tímabilinu," sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn.

„Við spiluðum mjög vel þangað til í lok leiksins. Við byrjuðum leikinn einstaklega vel. Ég er mjög ánægður því þetta er mikilvægur tími fyrir okkur," sagði Ancelotti.

„Við hefðum kannski getað verið í smá vandræðum án afrísku leikmannanna okkar. Ég hef samt alltaf sagt að við séum með frábæran leikmannahóp og aðrir leikmenn spiluðu rosalega vel í dag," sagði Ancelotti og hrósaði sérstaklega Juliano Belletti sem spilaði í nýrri stöðu á miðjunni.

Ancelotti var líka sáttur með Nicolas Anelka sem skoraði tvö mörk í leiknum.

„Við höfum oft spilað án Drogba og Nicolas Anelka hefur alltaf staðið sig vel við þær aðstæður. Hann spilaði vel í dag enda erhann frábær framherji. Hann er topp framherji og við erum ánægðir með að hafa hann í okkar liði," sagði Ancelotti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×