Lífið

Jói Fel og Páll Óskar í hnífaslag | Myndir

Jói Fel mundaði banvænt vopn – sérbakað vínarbrauð mótað sem ninja-stjarna ...
Jói Fel mundaði banvænt vopn – sérbakað vínarbrauð mótað sem ninja-stjarna ... Fréttablaðið/Anton

Páll Óskar, Jói Fel, Jón Ársæll, Sveppi og fleiri frægir sýndu á sér nýjar hliðar í þættinum Steindinn okkar í gærkvöldi.

Steindi hefur fengið góðar viðtökur og segir lítið mál að fá fólk til að taka þátt í gríninu.

„Páll Óskar og Jói voru strax til í þetta og mjög hressir. Þeir gerðu líka allt sem við báðum þá um að gera, þeim fannst þetta ekkert skrýtið, enda sturlaðir menn eins og atriðið sýnir," segir grínistinn Steindi Jr.

... og hitti Pál Óskar beint í andlitið.

Lokaatriðið í Steindanum okkar í gær vakti mikla athygli, en þar börðust t.d Páll Óskar og Jói Fel, en sá síðarnefndi notaði sérbökuð vínarbrauð sem vopn.

„Við vorum heppnir að Jói var nýbúinn að dæma sveinspróf, þannig að hann kom bara með poka af nýbökuðu með sér."

"Aaargh!" Páll Óskar var ekki ánægður með þessa sendingu ...

Spurður hvort hann lendi í erfiðleikum með að fá fræga fólkið til að taka þátt í gríninu, segir Steindi að það sé þvert á móti mjög auðvelt. „Það er alltaf meira vesen að fá vini sína í að gera eitthvað," segir hann.

Fréttablaðið greindi frá því að fyrsti þáttur Steinda hafi slegið gullkálfunum Sveppa og Audda við í áhorfi á meðal áskrifenda Stöðvar 2.

Þeir hafa báðir farið með hlutverk í Steindanum okkar og Steindi forðast þórðargleði þegar þetta er borið undir hann.

... og dró upp risastóran butterfly-hníf til að klára Jóa Fel og vínarbrauðið hans.

„Þetta er náttúrlega engin keppni - við erum á sömu stöðinni," segir Steindi og kveðst ánægður með góðar viðtökur.

atlifannar@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Hausinn á Jóa Fel sprakk eftir bardagann

Hnífabardagi Jóa Fel og Páls Óskars var hluti af sprenghlægilegu myndbandi sem nú er komið á Netið. Bransasögur heitir rapplagið þar sem Steindi Jr. segir vinum sínum skrautlegar sögur við gerð þáttanna Steindinn okkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.