Webber: Frábært að vera fremstur 15. maí 2010 14:40 Fremstu menn á ráslínu, Sebastian Vettel, Mark Webber og Robert Kubica. Mynd: Getty Images Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. "Það er frábært að vera á ráspól og liðið hefur unnið góða vinnu. Ráspóll í hverjum móti er gott fyrir okkur, liðið og Renault. Þetta eru hagstæð úrslit sem við verðum að nýta okkur á morgun", sagði Webber eftir keppni, samkvæmt frétt autosport.com. "Við sáum hvað henti Fernando Alonso og við verðum að fullnýta það", sagði Webber, en Alonso komst ekki í tímatökuna eftir árekstur á æfingu og ræsir af þjónustusvæðinu í 24. sæti. Webber vann síðustu keppni og er til alls líklegur. "Bíll var hrein unun að keyra og stráknir hafa unnið sitt verk vel, þetta er liðsheild. Það eru Renault vélar í bílum í fremstu röð og hjartað slær hratt. Maður verður að vera nákvæmur við stýrið og ég er sáttur við mína stöðu." "Ég mun vakna glaður í bragði á morgun, en keppnin er löng og brautin þröng og erfið vegna umferðar og hægfara bíla. Ég er bjartsýnn á góða keppni og liðið hefur fært okkur tækifæri til árangurs. En við fáum samkeppni", sagði Webber.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira