Viðskipti erlent

Mikilvægt að kínverski gjaldmiðillinn haldist stöðugur

MYND/AP

Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, þvertekur fyrir að Kínverjar haldi gengi gjaldmiðils síns vísvitandi lágu til þess að ýta undir útflutning frá landinu. Hann segir það mjög mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika í heiminum að halda gengi yuansins stöðugu.

Þetta kom fram í ræðu Wen í kínverska þinginu í gær. Í máli hans kom einnig fram að Bandaríkjunum væri um að kenna að samskipti ríkjanna hefðu farið versnandi undanfarið. Hann benti á vopnasölu þeirra til Tævan og heimsókn Dalai Lama í Hvíta húsið máli sínu til stuðnings.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×