Lífið

Hætti með Nakta apann en opnar nú Forynju

Sara segir nýju verslunina ólíka Nakta apanum.
Sara segir nýju verslunina ólíka Nakta apanum.

Sara María Júlíudóttir hefur opnað nýja tískuverslun við Laugaveg 12 ásamt Lindu Mjöll Þorsteinsdóttur.

Sara María hætti með rekstur Nakta apans í janúar á þessu ári. Fríið stóð þó ekki lengi því hún hefur opnað verslunina Forynju ásamt Lindu Mjöll.

„Þetta datt eiginlega upp í hendurnar á mér. Mig hafði lengi langað að fara í rekstur með öðrum þannig að þegar þetta bauðst þá ákvað ég að slá til," segir Sara María og bætir við að verslunin þyki þó mjög ólík Nakta apanum, en þar verður að sjálfsögðu fáanleg hönnun eftir Söru Maríu sjálfa auk hárspanga frá Thelmu Design og fylgihluta frá Go With Jan. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.