Innlent

Flestir styðja Sjálfstæðisflokk

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær.

Vinstri græn mælast með 25 prósenta fylgi, meira en Samfylkingin, sem nýtur stuðnings 23 prósenta. Ríkisstjórnin nýtur 47 prósenta fylgis.

Um 14 prósent sögðust styðja Framsóknarflokkurinn, en fimm prósent sögðust myndu kjósa aðra flokka, til dæmis Hreyfinguna, Borgarahreyfinguna eða Frjálslynda flokkinn. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×