Grunaður morðingi verður brátt yfirheyrður 31. ágúst 2010 04:30 Mikill fjöldi lífsýna hefur verið tekinn á vettvangi morðsins. Sakborningur í morðmálinu í Hafnarfirði verður tekinn til yfirheyrslu síðar í þessari viku, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Hinn grunaði situr í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni. Nokkrar sendingar lífsýna hafa verið sendar til rannsóknar í Svíþjóð, sú síðasta í gærmorgun. Um er að ræða sýni af morðvettvangi og af þeim sem hafa verið handteknir vegna málsins. Vonast er til að fyrstu niðurstöður rannsókna berist í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Meðal gagna sem lögregla byggir á er far eftir skó í eigu sakborningsins sem fannst á morðvettvangi. Skófarið virðist passa við blóðugt skófar sem fannst á heimili Hannesar heitins Helgasonar eftir ódæðið. Þá fannst blóð á skóm sakborningsins, sem reynt hafði verið að þvo af. Þegar lögregla handtók sakborninginn síðastliðinn fimmtudag, var það gert á grunni nýrra gagna í málinu sem studdu grun um að hann ætti aðild að morðinu á Hannesi. Í kjölfar handtökunnar nú var gerð ítarleg húsleit á heimili mannsins og hald lagt á tiltekna muni sem þar var að finna. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að unnusta Hannesar hafi gist á heimili sakborningsins nóttina örlagaríku. - jss Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Sakborningur í morðmálinu í Hafnarfirði verður tekinn til yfirheyrslu síðar í þessari viku, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Hinn grunaði situr í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni. Nokkrar sendingar lífsýna hafa verið sendar til rannsóknar í Svíþjóð, sú síðasta í gærmorgun. Um er að ræða sýni af morðvettvangi og af þeim sem hafa verið handteknir vegna málsins. Vonast er til að fyrstu niðurstöður rannsókna berist í þessari viku eða í byrjun þeirrar næstu. Meðal gagna sem lögregla byggir á er far eftir skó í eigu sakborningsins sem fannst á morðvettvangi. Skófarið virðist passa við blóðugt skófar sem fannst á heimili Hannesar heitins Helgasonar eftir ódæðið. Þá fannst blóð á skóm sakborningsins, sem reynt hafði verið að þvo af. Þegar lögregla handtók sakborninginn síðastliðinn fimmtudag, var það gert á grunni nýrra gagna í málinu sem studdu grun um að hann ætti aðild að morðinu á Hannesi. Í kjölfar handtökunnar nú var gerð ítarleg húsleit á heimili mannsins og hald lagt á tiltekna muni sem þar var að finna. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að unnusta Hannesar hafi gist á heimili sakborningsins nóttina örlagaríku. - jss
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira