Viðskipti innlent

Hagnast á sterkara gengi krónu

Smáralind er í eigu dótturfélags Landsbankans. Verslunarmiðstöðin hefur verið til sölu frá apríllokum. Fréttablaðið/daníel
Smáralind er í eigu dótturfélags Landsbankans. Verslunarmiðstöðin hefur verið til sölu frá apríllokum. Fréttablaðið/daníel

Eignarhaldsfélagið Smáralind hagnaðist um 255 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rúmum einum milljarði króna.

Rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og gjöld nam 389 milljónum króna, sem er um sjö milljónum krónum hærra en í fyrra. Tekjur og gjöld eru sambærileg og í fyrra og munar mestu um niðurfærslu á matsbreytingum fjárfestingareigna sem lituðu bækur félagsins í fyrra. Þá er gengismunur nú jákvæður um tæpar 380 milljónir króna. Hann var neikvæður um 340 milljónir í fyrra.

Heildareignir félagsins námu þrettán milljörðum króna í lok júní. Á móti námu skuldir ellefu milljörðum króna. Þar af eru fimm milljarðar króna á gjalddaga á næstu tveimur árum. Sjötíu prósent skulda félagsins er í íslenskum krónum og evrum en afgangurinn í Bandaríkjadölum, pundum og japönskum jenum.

Smáralind er í eigu Regins, dótturfélags Landsbankans. Verslunarmiðstöðin hefur verið til sölu frá apríllokum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×