Enski boltinn

Terry: Verðum að komast aftur á sigurbraut

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea féll af toppi ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi eftir þrjá leiki í röð án sigurs. Liðið mætir sterkara til leiks um helgina því þá snýr fyrirliðinn, John Terry, til baka eftir meiðsli.

"Við höfum verið að tapa allt of mörgum stigum í síðustu leikjum. Fyrir aðeins um þrem vikum þá vorum við langt á undan í stigum og mörkum. Nú er það forskot farið," sagði Terry.

"Við verðum að komast aftur á sigurbraut sem fyrst. Ég tel okkur samt hafa spilað ágætlega og á góðum degi hefðum við skorað meira í þeim leikjum. Við vitum að við verðum að hafa fyrir hlutunum til þess að komast aftur á sigurbraut.

"Við höfum einnig verið óheppnir með mörk sem við fáum á okkur. Við setjum markið hátt og enginn okkar er ánægður með þetta gengi. Við ætlum að breyta því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×