Enski boltinn

Lescott farinn að hugsa sér til hreyfings

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lescott þarf að vera þolinmóður.
Lescott þarf að vera þolinmóður.

Varnarmaðurinn Joleon Lescott er nýjasti liðsmaður Man. City til þess að lýsa yfir vonbrigðum með sína stöðu hjá málinu en hann er ekki að spila eins mikið og hann hafði vonast til.

Lescott var keyptur á litlar 24 milljónir punda árið 2009. Hann óttast að missa sæti sitt í enska landsliðinu ef hann fær ekki að spila.

Kolo Toure og Vincent Kompany hafa verið miðvarðapar Mancini í vetur og Lescott hefur mátt sætta sig við að spila í vinstri bakverði þegar hann hefur fengið tækifæri.

"Ég er ekki ánægður með stöðuna. Mér líkar ekki að sitja á bekknum og það er enn erfiðara að komast stundum ekki í hópinn," sagi Lescott fúll en hann er til í að ihuga aðra möguleika.

"Félagið verður að ráða því en ég verð eðlilega að skoða mína stöðu. Ég hef skilning fyrir þessu þar sem hópurinn er stór og Vincent og Kolo hafa verið mjög góður. Við verðum að sjá hvað setur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×