Allsherjarmisnotkun Landsbankans kærð 20. október 2010 00:01 Æðstu menn Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson voru bankastjórar Landsbankans á árunum fyrir hrun.Fréttablaðið/e.ól Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Viðskipti Fjármálaeftirlitið (FME) kærði í gær til embættis sérstaks saksóknara meinta umfangsmikla markaðsmisnotkun Landsbankans fyrir hrun. Grunur leikur á um margra milljarða ólögmæt viðskipti æðstu stjórnenda bankans til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Með því hafi markaðurinn verið blekktur. Misnotkunin er talin hafa staðið í fimm ár. Kæran er af sama tagi og sú sem FME sendi vegna Kaupþings fyrir ári og leiddi til þess að æðstu stjórnendur bankans voru í vor hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að kæran hafi borist í gær, en vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Hátt í hundrað milljarða viðskipti eru undir í rannsókninni á máli Kaupþings. Spurður hvort um sambærilegar upphæðir sé að ræða í máli Landsbankans segir hann að Kaupþing hafi verið stærsti bankinn og því sé þar um að ræða hæstu upphæðirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vega uppkaup deildar svokallaðra eigin viðskipta á bréfum í bankanum sjálfum þungt í kærunni. Þau kaup hafi verið stórfelld og bankinn hafi þannig eignast hlut í sjálfum sér langt umfram lögleg tíu prósenta mörk. Bankinn losaði sig síðan við hluta þessara bréfa með því að selja þau áfram til útvalinna viðskiptavina. Bankinn lánaði fyrir kaupunum og eina veðið var í bréfunum sjálfum. Áhættan var því öll bankans. Meðal slíkra viðskipta eru níu milljarða kaup félagsins Ímons, í eigu Magnúsar Ármann, í bankanum viku fyrir bankahrun. Þau viðskipti eru með í rannsókninni á markaðsmisnotkuninni. Ekki náðist í Gunnar Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira