Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu 29. apríl 2010 10:39 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp sem kvöldfréttastjóri vegna ágreinings um fréttaflutning af rannsóknarskýrslunni í Morgunblaðinu. Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati." Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira
Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati."
Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira