Lífið

Erfið og ströng megrun

Hugh Jackman. MYND/Cover Media
Hugh Jackman. MYND/Cover Media

Leikarinn Hugh Jackman, 42 ára, segist þurfa að leggja sig allan fram við að fylgja eftir ströngu mataræði sem felst í því að borða nokkrar kjúklingabringur og örfá hrísgrjón daglega fyrir hlutverk sitt í myndinni X-Men Origins: Wolverine 2 sem kemur út árið 2011.

Hugh æfir eins og skepna alla daga og heldur sig við mataræði sem á að koma honum í gott líkamlegt form á skömmum tíma. Allt draslfæði er úti og próteininntakan hefur aukist.

„Ég æfi mikið og borða oft og mér finnst það erfitt. Fjórar kjúklingabringur klukkan 10:30 á morgnana með hrísgrjónum og gufusoðnu brokkolí verður leiðigjarnt til lengdar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.