Fótbolti

Rooney: Vonast eftir því öðlast sömu virðingu hjá United og Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney skoraði 4 mörk í 2 leikjum á móti AC Milan.
Wayne Rooney skoraði 4 mörk í 2 leikjum á móti AC Milan. Mynd/AFP
Wayne Rooney talaði um það eftir tvennu sína í 4-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í gær að hann vonaðist til þess að stuðningsmenn Manchester United mun sjá hann í sama ljósi og David Beckham sem fékk vasaklúta-móttökur á Old Trafford í gær.

„David þjónaði félaginu frábærlega og allir leikmenn United voru ánægðir með móttökurnar sem hann fékk þegar hann kom inn á völlinn," sagði Wayne Rooney.

„Ég vonast til þess að ég geti líka unnið mér inn jafn mikla virðingu meðal stuðningsmanna United og David Beckham hefur gert. Ég á fullt af árum eftir og ég yrði ánægður með að fá bara helminginn af þeim móttökum sem hann fékk," sagði Rooney.

Wayne Rooney er á sínu sjötta ári hjá Manchester United, hann hefur skorað 127 mörk í 276 leikjum með félaginu, orðið enskur meistari þrisvar sinnum auk þess að vinna Meistaradeildina, tvo deildarbikara og Heimsmeistarakeppni félagsliða.

David Beckham lék í átta ár hjá Manchester United oig skoraði 87 mörk í 399 leikjum fyrir félagið. Beckham varð sex sinnum enskur meistari, vann meistaradeildina einu sinni og enska bikarinn tvisvar sinnum. Beckham fór til Real Madrid þegar hann var 28 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×