Schumacher og Rosberg kynntir hjá Mercedes 25. janúar 2010 11:28 Rosberg og Schumacher á kynningu Mercedes á bílasafninu í Stuttgart í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið. Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið.
Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira