Erlent

Rússar staðfesta glæp Stalíns

Rússneska dúman Kommúnistum á þingi tókst ekki að koma í veg fyrir fordæmingu á glæpum Stalíns.nordicphotos/AFP
Rússneska dúman Kommúnistum á þingi tókst ekki að koma í veg fyrir fordæmingu á glæpum Stalíns.nordicphotos/AFP

Rússneska dúman, neðri deild rússneska þjóðþingsins, samþykkti fyrir helgi yfirlýsingu þar sem staðfest er að Jósef Stalín hafi gefið út skipun um fjöldamorðin í Katýnskógi Pólskir ráðamenn fögnuðu yfirlýsingunni og sögðu hana marka tímamót í samskiptum landanna.

Yfirlýsing dúmunnar virðist einnig vera skref í áttina til þess að Rússar fjarlægist arfleifð Sovéttímans.

„Opinber skjöl, sem haldið var leyndum árum saman, sýna ekki aðeins hve umfangsmikill þessi skelfilegi harmleikur var heldur einnig að glæpaverkin í Katýn voru framin samkvæmt beinni skipun frá Stalín og öðrum leiðtogum Sovétríkjanna,“ segir í yfirlýsingunni.

Þingmenn lýsa yfir dýpstu samúð með fórnarlömbum atburðanna, sem sagðir eru óréttlætanlegir. Liðsmenn sovésku leyniþjónustunnar myrtu um 20 þúsund Pólverja, einkum hermenn, í Katýnskógi árið 1940.

Sovétmenn kenndu þýskum nasistum lengi vel um glæpinn. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×