Fótbolti

Ferguson: Valencia verður lengi frá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Valencia er hér borinn af velli.
Antonio Valencia er hér borinn af velli. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson segir að Antonio Valencia verði lengi frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Rangers í kvöld.

„Þetta var mjög slæmt," sagði Ferguson. „Hann veður lengi frá. Hann virtist hafa grafið tána í grastorfuna og það eru líkur á að hann hafi bæði farið úr lið og sé ökklabrotinn."

Valencia var borinn af velli og svo fluttur á sjúkrahús.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Ferguson gerði tíu breytingar á byrjunarliði United fyrir leikinn í kvöld.

„Gagnrýnin mun snúast um af hverju ég tefldi ekki fram sterkara liði," sagði hann. „Ég tel að liðið hafi verið mjög sterkt. Það má ekki gleyma því að átta leikmannanna spiluðu í leiknum gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn. Við erum með frábæran leikmannahóp."

„Þeir hefðu átt að vinna leikinn en það verður að hrósa Rangers. Það var mjög erfitt að vinna bug á leikskipulagi liðsins. Mér fannst við leggja okkur mikið fram í leiknum en Rangers pakkaði bara í vörn í vítateignum og það gekk upp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×