Stjórnmálafræðingur: Besti flokkurinn tekur sig alvarlega 22. maí 2010 19:21 Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía. Kosningar 2010 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía.
Kosningar 2010 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira