Enski boltinn

Sir Alex vill 25 mörk frá Berbatov

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að búlgarski sóknarmaðurinn Dimitar Berbatov skili 25 mörkum á þessu tímabili. Berbatov skoraði fimm mörk gegn Blackburn fyrir viku.

„Við þurfum að hafa tvo leikmenn sem skora 25 mörk eða meira. Á síðasta tímabili skoraði Rooney 34 mörk en Berbatov aðeins 12. En ég tel að raunhæft sé að Berbatov skori 25 mörk eða meira þetta tímabil," segir Ferguson.

„Það hafa alls 17 leikmenn skorað fyrir okkur á þessu tímabili og liðið í heild gert vel. Berbatov hefur skorað mikið, Nani er með fjögur eða fimm og einnig Ji-Sung Park. Nú bíðum við bara eftir að Rooney fari í gang."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×