Viðskipti erlent

Fjölskylda Marleys varð af milljónum dala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Marley nýtur hylli um allan heim. Mynd/ AFP.
Marley nýtur hylli um allan heim. Mynd/ AFP.
Ekkja og níu börn reggísöngvarans Bobs Marley urðu af milljónum bandaríkjadala þegar að dómur á Manhattan úrskurðaði á föstudag að útgáfurétturinn af fimm helstu plötum hans tilheyrðu útgáfufyrirtækinu en ekki fjölskyldunni.

Um er að ræða plötur með mörgum af helstu slögurum Marleys, eins og Get Up, Stand up - I Shot the Sheriff - No Woman, No Cry - og One Love. Bob Marley er sjálfsagt fremsti reggítónlistarmaður allra tíma. Hann lést úr krabbameini árið 1981.

Það var Reuters fréttastofan sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×