Arsene Wenger: Ákvörðun FIFA á heima á miðöldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2010 22:00 Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsène Wenger, franski stjórinn hjá Arsenal, var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun hjá framkvæmdastjórn FIFA í gær að HM í fótbolta árið 2018 fari fram í Rússlandi en ekki í mekka fótboltans í Englandi. Wenger studdi opinberlega umsókn Englendinga og myndband með honum var sýnt sem hluti af kynningarmyndbandi Englendinga. „Ég er mjög leiður yfir þessu því ég studdi þessa umsókn Englands eins mikið og ég gat. Ég er vonsvikinn fyrir hönd fólksins í Englandi sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum," sagði Arsene Wenger. „Ég held að FIFA hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu miklu máli þessi umsókn skipti ensku þjóðina. Ég sá hversu mikið fólk lagði á sig til þessa að gera þessa umsókn eins góða og hún var," sagði Wenger.Arsene Wenger, stjóri Arsenal.Mynd/AP„Þetta leit út fyrir mér eins og þetta væri ákvörðun sem var tekin á miðöldum. Það ætti að vera miklu meira mark tekið á tæknilega þættinum en mannlega þættinum. Það ætti bara verið að hægt að setja allar upplýsingar inn í tölvu og hún myndi síðan reikna út hvað væri besta umsóknin. Það lítur ekki vel út í nútímaþjóðfélagi að þetta byggist allt upp á því að fólk gangi á milli manna og reyni að selja þeim sína umsókn," sagði Wenger. Hann eins og fleiri skilur ekkert í því hvernig enska umsóknin gat aðeins fengið tvö atkvæði af 22 mögulegum. Það var eitt að missa af HM en það er annað að fá algjöra falleinkunn hjá framkvæmdastjórn FIFA. „Ég skil ekki hvernig það gat gerst. Ég studdi þessa umsókn og hafði trú á henni. HM hefur ekki farið fram á Englandi í langan tíma og þessi þjóð bjó til fótboltann. Rússland sendi hinn góða umsókn og ég vil óska þeim til hamingju. En við flest skiljum bara ekki hvernig enska umsóknin fékk svona skell," sagði Wenger. Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Arsène Wenger, franski stjórinn hjá Arsenal, var ekki hrifinn af þeirri ákvörðun hjá framkvæmdastjórn FIFA í gær að HM í fótbolta árið 2018 fari fram í Rússlandi en ekki í mekka fótboltans í Englandi. Wenger studdi opinberlega umsókn Englendinga og myndband með honum var sýnt sem hluti af kynningarmyndbandi Englendinga. „Ég er mjög leiður yfir þessu því ég studdi þessa umsókn Englands eins mikið og ég gat. Ég er vonsvikinn fyrir hönd fólksins í Englandi sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum," sagði Arsene Wenger. „Ég held að FIFA hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu miklu máli þessi umsókn skipti ensku þjóðina. Ég sá hversu mikið fólk lagði á sig til þessa að gera þessa umsókn eins góða og hún var," sagði Wenger.Arsene Wenger, stjóri Arsenal.Mynd/AP„Þetta leit út fyrir mér eins og þetta væri ákvörðun sem var tekin á miðöldum. Það ætti að vera miklu meira mark tekið á tæknilega þættinum en mannlega þættinum. Það ætti bara verið að hægt að setja allar upplýsingar inn í tölvu og hún myndi síðan reikna út hvað væri besta umsóknin. Það lítur ekki vel út í nútímaþjóðfélagi að þetta byggist allt upp á því að fólk gangi á milli manna og reyni að selja þeim sína umsókn," sagði Wenger. Hann eins og fleiri skilur ekkert í því hvernig enska umsóknin gat aðeins fengið tvö atkvæði af 22 mögulegum. Það var eitt að missa af HM en það er annað að fá algjöra falleinkunn hjá framkvæmdastjórn FIFA. „Ég skil ekki hvernig það gat gerst. Ég studdi þessa umsókn og hafði trú á henni. HM hefur ekki farið fram á Englandi í langan tíma og þessi þjóð bjó til fótboltann. Rússland sendi hinn góða umsókn og ég vil óska þeim til hamingju. En við flest skiljum bara ekki hvernig enska umsóknin fékk svona skell," sagði Wenger.
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira