Viðskipti erlent

Eyjafjallajökull var EasyJet dýr

Óli Tynes skrifar
Þeir voru svosem alltaf of seinir fyrir.
Þeir voru svosem alltaf of seinir fyrir.

Gosið í Eyjafjallajökli kostaði breska lággjaldaflugfélagið EasyJet 65 milljónir sterlingspunda. Það gerir um 12.3 milljarða króna.

Félagið gerir engu að síður ráð fyrir að hagnaður þess á árinu verði 100 milljónir punda eða tæpir 19 milljarðar króna.

Samkvæmt skýrslu fyrir þriðja ársfjórðung fækkaði farþegum um átta prósent meðan öskuskýið frá Eyjafjallajökli truflaði flug í Evrópu.

En þótt félagið gangi vel fjárhagslega er stundvísi þess skelfileg. Um síðustu helgi var til dæmis helmingur véla þess of seinn í loftið. Það er verri frammistaða en hjá Air Zimbabwe.

Fyrrverandi stjórnarformaður EasyGroup Sir Stelios Haji-Ioannou segir að það sé vegna nísku núverandi stjórnar við að ráða nógu marga flugliða til þess að halda vélum félagsins á áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×