Oft var þörf en nú er nauðsyn 31. ágúst 2010 06:00 Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til?
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar