Erlent

Morðingi Lennon sækir um reynslulausn í sjötta sinn

Mark David Chapman morðingi söngvarann John Lennon árið 1980, hefur sótt um reynslulausn úr fangelsi í sjötta sinn. Chapman sem orðinn er 55 ára gamall situr nú í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Yoko Ono ekkja John Lennons hefur ætíð farið fram á að náðunarbeiðnum Chapman yrði hafnað en ekki er vitað um afstöðu Yoko til nýjustu umsóknarinnar um reynslulausn. Umsóknin verður tekin fyrir eftir mánaðamótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×