Enski boltinn

Olympique Marseille hefur áhuga á því að kaupa Ryan Babel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel sést hér fagna marki sínu á móti Lyon í Meistaradeildinni.
Ryan Babel sést hér fagna marki sínu á móti Lyon í Meistaradeildinni. Mynd/AFP
Franska liðið Olympique de Marseille hefur áhuga á því að kaupa Hollendinginn Ryan Babel frá Liverpool. Þetta kom fram í staðarblaðinu La Provence og á útvarpsstöðinni RTL.

Ryan Babel hefur fengið fá tækifæri hjá Liverpool og koma Maxi Rodriguez er ekki að hjálpa honum mikið í framhaldinu. Babel ætlar að komast í HM-hóp Hollendinga í sumar og til þess þarf hann að spila regulega með sínu liði.

Eitt eftirminnilegasta stund Ryan Babel á tímabilinu kom einmitt á franskri grundu því hann skoraði glæsilegt mark á móti Olympique Lyon í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×