Enski boltinn

Foster á leið til Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ben Foster.
Ben Foster. Nordic Photos / Getty Images
Fréttastofa BBC greindi frá því í kvöld að Ben Foster væri á leið til Birmingham frá Manchester United fyrir fjórar milljónir punda. Foster er 27 ára gamall markvörður en er sem stendur aftarlega í goggunarröðinni hjá United, á eftir Edwin van der Sar og Tomasz Kuzczak. Hann hefur einnig misst sæti sitt í enska landsliðinu og sagði í síðustu viku að hann hefði klúðrað tækifæri sínu til að komast á HM í Suður-Afríku í sumar. Joe Hart varði mark Birmingham í vetur og var valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Hann er hins vegar lánsmaður frá Manchester City og mun nú snúa aftur þangað. Foster er samningsbundinn United í þrjú ár til viðbótar.

Tengdar fréttir

Foster til í að yfirgefa Man. Utd

Markvörðurinn Ben Foster óttast að hann verði að yfirgefa herbúðir Man. Utd til þess að bjarga ferli sínum en hann verður væntanlega ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×