Viðskipti innlent

Veruleg aukning á hagnaði Landsnets í ár

Hagnaður Landsnets hf. eftir skatta samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.034 milljónum kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins samanborið við hagnað að fjárhæð 167 milljónir kr. fyrir sama tímabil fyrra árs. Betri afkoma stafar aðallega af minna gengistapi en árið áður.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 4.645 milljónum kr. samanborið 4.647 milljónir kr. á sama tímabili fyrra árs.

Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 12,9% samanborið við 11,3% í lok síðasta árs. Eigið fé í lok tímabilsins nam 9,4 milljörðum kr. samanborið við 8,3 milljarða kr. í lok síðasta árs. Heildareignir félagsins námu 72,3 milljörðum kr. samanborið við 73,7 milljarða kr. í lok síðasta árs. Heildarskuldir námu tæpum 63 milljörðum .kr. samanborið við 65,4 milljarða kr. í lok síðasta árs.

Lausafjárstaða félagsins er sterk og í lok tímabilsins nam handbært fé 4,9 milljörðum kr. Handbært fé frá rekstri nam 3 milljörðum kr. á tímabilinu samanborið við 2,9 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra.

Rekstur félagsins er samkvæmt áætlun. Handbært fé frá rekstri stendur undir fjárfestingum tímabilsins og hefur einnig verið nýtt til lækkunar lána.

Árshlutareikningur Landsnets hf. var samþykktur á fundi stjórnar 12. ágúst 2010






Fleiri fréttir

Sjá meira


×