Enski boltinn

Rodriguez mun taka á sig launalækkun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maxi Rodriguez í leik með Atletico Madrid.
Maxi Rodriguez í leik með Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar fullyrða að Maxi Rodriguez muni taka á sig launalækkun svo hann geti gengið til liðs við Liverpool.

Það er einnig fullyrt að gengið verði á kaupum Rodriguez frá Atletico Madrid á næstu 48 klukkustundum en einnig hefur verið greint frá því að Juventus hafi nú einnig áhuga á kappanum.

Rodriguez hefur lítið fengið að spila með Atletico á tímabilinu og vill fá að spila meira til að eiga meiri möguleika á sæti í landsliðshópi Argentínu fyrir HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, þarf þó líklega að selja áður en hann getur keypt nýjan leikmann til liðsins og er talið líklegast að Andrea Dossena sé aftur á leið til Ítalíu, líklega Napoli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×