Bjarni Ben vill þjóðstjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2010 18:45 Formaður Sjálfstæðisflokksins vill mynda þjóðstjórn þvert á flokka í nokkra mánuði og boða svo til kosninga en flokkurinn kynnti í dag tillögur í atvinnumálum sem eiga að skapa 22 þúsund ný störf. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag tillögur sínar um úrræði í atvinnumálum og málum skuldugra heimila undir heitinu „Gefum heimilum von." Þingflokkur sjálfstæðismanna í heild sinni hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á heimilin verði dregnar til baka að fullu á næstu tveimur árum. Einnig vilja sjálfstæðismenn að greiðsluaðlögunarúrræðin verði einfölduð verulega og rýmkuð frá því sem nú er. Þá vill flokkurinn að öllum sem þess óska standi til boða að lækka greiðslubyrði fasteignalána sinna um allt að helming næstu þrjú árin gegn lengri lánstíma. Vilja auka þorskaflann um 35 þúsund tonn Bjarni Benediktsson kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í Valhöll í dag.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Flokkurinn kynnti tillögur sem miðað því að skapa 22 þúsund ný störf, en meðal þess sem flokkurinn vill gera í atvinnumálum er að auka þorskafla um 35.000 tonn og hverfa frá fyrningarleið í sjávarútvegi, greiða fyrir framkvæmdum vegna álvers í Helguvík og koma á orkufreku verkefni á Bakka, fara í arðbær verkefni í samvinnu við lífeyrissjóði, nota skattkerfið til að verja störf og mynda ný og afnema óhagkvæma skatta. Flokkurinn telur að fjölgun starfa muni bæta stöðu ríkissjóðs um 36 milljarða króna á næsta ári og um 33 milljarða króna árið 2012. Með þessu verði hægt að hverfa frá óæskilegum niðurskurði, eins og í menntakerfinu. Bjarni, eruð þið í kosningaham? „Við teljum einfaldlega að það sé komið upp svo alvarlegt ástand og ákall um tillögur til úrbóta að við því varð að bregðast," segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndirnar sem kynntar voru í dag. Bjarni er þeirrar skoðunar að mynda eigi þjóðstjórn núna og boða síðan til kosninga í kjölfarið. „Það væri skynsamlegt fyrir menn að snúa bökum saman og starfa þvert á flokka í nýrri ríkisstjórn sem myndi taka að sér þessi stóru verkefni og starfa í skamman tíma. Síðan gæfist þjóðinni tækifæri til þess að kjósa upp á nýtt um nýja framtíð fyrir Íslendinga," segir Bjarni. Tengdar fréttir Vilja draga skattahækkanir til baka og skapa 22 þúsund störf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hugmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag, sem þeir kalla „að gefa heimilunum von". 1. nóvember 2010 14:24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill mynda þjóðstjórn þvert á flokka í nokkra mánuði og boða svo til kosninga en flokkurinn kynnti í dag tillögur í atvinnumálum sem eiga að skapa 22 þúsund ný störf. Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag tillögur sínar um úrræði í atvinnumálum og málum skuldugra heimila undir heitinu „Gefum heimilum von." Þingflokkur sjálfstæðismanna í heild sinni hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á heimilin verði dregnar til baka að fullu á næstu tveimur árum. Einnig vilja sjálfstæðismenn að greiðsluaðlögunarúrræðin verði einfölduð verulega og rýmkuð frá því sem nú er. Þá vill flokkurinn að öllum sem þess óska standi til boða að lækka greiðslubyrði fasteignalána sinna um allt að helming næstu þrjú árin gegn lengri lánstíma. Vilja auka þorskaflann um 35 þúsund tonn Bjarni Benediktsson kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í Valhöll í dag.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Flokkurinn kynnti tillögur sem miðað því að skapa 22 þúsund ný störf, en meðal þess sem flokkurinn vill gera í atvinnumálum er að auka þorskafla um 35.000 tonn og hverfa frá fyrningarleið í sjávarútvegi, greiða fyrir framkvæmdum vegna álvers í Helguvík og koma á orkufreku verkefni á Bakka, fara í arðbær verkefni í samvinnu við lífeyrissjóði, nota skattkerfið til að verja störf og mynda ný og afnema óhagkvæma skatta. Flokkurinn telur að fjölgun starfa muni bæta stöðu ríkissjóðs um 36 milljarða króna á næsta ári og um 33 milljarða króna árið 2012. Með þessu verði hægt að hverfa frá óæskilegum niðurskurði, eins og í menntakerfinu. Bjarni, eruð þið í kosningaham? „Við teljum einfaldlega að það sé komið upp svo alvarlegt ástand og ákall um tillögur til úrbóta að við því varð að bregðast," segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmyndirnar sem kynntar voru í dag. Bjarni er þeirrar skoðunar að mynda eigi þjóðstjórn núna og boða síðan til kosninga í kjölfarið. „Það væri skynsamlegt fyrir menn að snúa bökum saman og starfa þvert á flokka í nýrri ríkisstjórn sem myndi taka að sér þessi stóru verkefni og starfa í skamman tíma. Síðan gæfist þjóðinni tækifæri til þess að kjósa upp á nýtt um nýja framtíð fyrir Íslendinga," segir Bjarni.
Tengdar fréttir Vilja draga skattahækkanir til baka og skapa 22 þúsund störf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hugmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag, sem þeir kalla „að gefa heimilunum von". 1. nóvember 2010 14:24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Vilja draga skattahækkanir til baka og skapa 22 þúsund störf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hugmyndir þingflokks Sjálfstæðisflokksins í dag, sem þeir kalla „að gefa heimilunum von". 1. nóvember 2010 14:24