Stefán Pálsson: Ótrúlega ósmekklegur kveðjuhrekkur 2. september 2010 14:21 Stefáni Pálssyni þykir ákvörðun Kristjáns fráleit. „Þetta er gjörsamlega fráleitt. Þetta er ótrúlega ósmekklegur kveðjuhrekkur af hálfu Kristjáns," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga um ákvörðun Kristjáns l. Möllers, fráfarandi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. Um er að ræða fyrirtækið sem aðstoðar við þjálfun flugmanna á herþotum. Samtökin líta svo á að tilgangur fyrirtæksins sé að þjálfa hermenn til þess að verða færari í sínu starfi. „Þetta er starfsemi sem yrði einstök í heiminum," segir Stefán sem bendir á að tilgangurinn er að vera með herþotur líkar þeim sem þjóðir þriðja heimsins hafa yfir að búa (t.d. Íran o.þ.h.) til að leika óvinina á heræfingum. „Ástæðan fyrir því að hingað er leitað er ekki vegna þess að einhver skemma hafi verið laus heldur sú að menn sjá fram á það að hér séu örvæntingafullir og auðblekktir stjórnmálamenn sem samþykki svona lagað enda gerir það enginn annar," segir Stefán ómyrkur í máli. Hann segir þoturnar lítið annað en hentifánaherþotur sem brjóti á öllum mórölskum sjónarmiðum þjóða. Hann segir ákvörðunina fullkomlega siðferðislega ranga. „Ofan á allt saman þá er það á huldu hver á þetta fyrirtæki. Það vantar í raun allar upplýsingar um fyrirtækið. Jafnvel herra Google, sem þekkir ansi marga, kannast ekki við þetta ef fréttasíður Víkurfrétta og Morgunblaðsins eru frátaldar," segir Stefán og bætir við: „Og ef menn hafa lært eitthvað af skúffuumræðunni þá er þetta ljómandi gott dæmi um óljóst eignarhald." Vísir sagði frá því fyrr í dag að ákvörðun Kristjáns hefði komið ráðherrum VG í opna skjöldu. Ríkisútvarpið greindi frá því í hádeginu að samkomulag hefði náðst á milli ráðherra VG og Samfylkingarinnar um málið. Það er rangt samkvæmt heimildum Vísis og er yfirlýsingar þess eðlis að vænta síðar í dag. Tengdar fréttir Ráðherrar höfðu enga hugmynd um síðasta embættisverk Kristjáns Síðasta embættisverk Kristján L. Möllers, sem var að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á land, hefur valdið gríðarlegum titringi innan Vinstri grænna. 2. september 2010 13:36 Síðasta verk Kristjáns Möller: Veitti herfyrirtækinu ECA leyfi Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Kristján L. Möller, hefur veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. 2. september 2010 12:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Þetta er gjörsamlega fráleitt. Þetta er ótrúlega ósmekklegur kveðjuhrekkur af hálfu Kristjáns," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga um ákvörðun Kristjáns l. Möllers, fráfarandi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. Um er að ræða fyrirtækið sem aðstoðar við þjálfun flugmanna á herþotum. Samtökin líta svo á að tilgangur fyrirtæksins sé að þjálfa hermenn til þess að verða færari í sínu starfi. „Þetta er starfsemi sem yrði einstök í heiminum," segir Stefán sem bendir á að tilgangurinn er að vera með herþotur líkar þeim sem þjóðir þriðja heimsins hafa yfir að búa (t.d. Íran o.þ.h.) til að leika óvinina á heræfingum. „Ástæðan fyrir því að hingað er leitað er ekki vegna þess að einhver skemma hafi verið laus heldur sú að menn sjá fram á það að hér séu örvæntingafullir og auðblekktir stjórnmálamenn sem samþykki svona lagað enda gerir það enginn annar," segir Stefán ómyrkur í máli. Hann segir þoturnar lítið annað en hentifánaherþotur sem brjóti á öllum mórölskum sjónarmiðum þjóða. Hann segir ákvörðunina fullkomlega siðferðislega ranga. „Ofan á allt saman þá er það á huldu hver á þetta fyrirtæki. Það vantar í raun allar upplýsingar um fyrirtækið. Jafnvel herra Google, sem þekkir ansi marga, kannast ekki við þetta ef fréttasíður Víkurfrétta og Morgunblaðsins eru frátaldar," segir Stefán og bætir við: „Og ef menn hafa lært eitthvað af skúffuumræðunni þá er þetta ljómandi gott dæmi um óljóst eignarhald." Vísir sagði frá því fyrr í dag að ákvörðun Kristjáns hefði komið ráðherrum VG í opna skjöldu. Ríkisútvarpið greindi frá því í hádeginu að samkomulag hefði náðst á milli ráðherra VG og Samfylkingarinnar um málið. Það er rangt samkvæmt heimildum Vísis og er yfirlýsingar þess eðlis að vænta síðar í dag.
Tengdar fréttir Ráðherrar höfðu enga hugmynd um síðasta embættisverk Kristjáns Síðasta embættisverk Kristján L. Möllers, sem var að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á land, hefur valdið gríðarlegum titringi innan Vinstri grænna. 2. september 2010 13:36 Síðasta verk Kristjáns Möller: Veitti herfyrirtækinu ECA leyfi Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Kristján L. Möller, hefur veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. 2. september 2010 12:43 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ráðherrar höfðu enga hugmynd um síðasta embættisverk Kristjáns Síðasta embættisverk Kristján L. Möllers, sem var að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á land, hefur valdið gríðarlegum titringi innan Vinstri grænna. 2. september 2010 13:36
Síðasta verk Kristjáns Möller: Veitti herfyrirtækinu ECA leyfi Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Kristján L. Möller, hefur veitt flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. 2. september 2010 12:43