Aðlögun í boði ESB 30. ágúst 2010 06:00 Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hörðustu Evrópusinnar hafa undanfarið reynt að telja lesendum Fréttablaðsins trú um að hægt sé að ná samningum við Evrópusambandið um stærstu hagsmunamál Íslands. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að stækkunarstjóri Evrópusambandsins hafi gefið þá yfirlýsingu að Íslendingar fái ekki afslátt frá reglum ESB. Orð stækkunarstjórans koma heim og saman við orð evrópskra þingmanna sem heimsótt hafa Ísland á síðustu mánuðum. Ítrekað hefur komið fram að unnt væri að semja um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Þá kemur það sama fram í svari utanríkisráðuneytisins við spurningum undirritaðs um varanlegar undanþágur frá reglum Evrópusambandsins. Málið virðist byggt á röngum forsendum, eða var þingheimur blekktur? Dettur virkilega einhverjum í hug að nærri þrjátíu ríki Evrópusambandsins muni laga sig að Íslandi? Evrópusambandið ætlar að setja fjóra milljarða króna í að „kynna“ sjálft sig fyrir Íslendingum ásamt því að kosta ýmis verkefni ásamt breytingum á stofnunum og stjórnsýslu. Mótframlag úr ríkissjóði, sem hefur m.a. orðið að skerða kjör aldraðra og öryrkja, er einn milljarður króna. Dýrasta ímyndarherferð Íslandssögunnar er því að öllu óbreyttu að hefjast. Herferðin mun snúast um að selja Íslendingum laskaða ímynd og hún er hafin. Fjölmiðlum hefur verið boðið til Brussel, hagsmunasamtökum hefur verið boðið og þannig verður áfram haldið. Vinnubrögðin minna mjög á hvernig útrásarvíkingar og spillt viðskiptakerfi keyptu sér ímynd Íslendinga sem svo hrundi haustið 2008. ESB-þingmaður sem heimsótti Alþingi upplýsti hvernig fjármunum ESB var varið í að snúa ímyndinni í sínu landi. Það var m.a. gert með því að finna út hvar andstaðan var mest og fjármunum varið sérstaklega í að fá þessa hópa til að skipta um skoðun. Það var gert með viðtölum, dreifibréfum, bæklingum og með því að „funda“ með stjórnum samtaka og hópa. Er það með þessum hætti sem „upplýst“ umræða mun fara fram á Íslandi? Verður það þannig að stjórnum félagasamtaka og hagsmunasamtaka, fjölmiðlafólki og embættismönnum, verður boðið á „upplýsingafundi“ þar sem allt er innifalið? Við munum að sjálfsögðu reyna að sjá til þess að umræðan verði eðlileg haldi hún áfram en réttast væri að Alþingi samþykkti lög er banna að tekið sé við fjármunum frá Evrópusambandinu meðan aðlögunarviðræðurnar fara fram. Þeim viðræðum ber hins vegar að hætta nú þegar enda byggðar á röngum forsendum.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar