Misminni Sigurðar Einarssonar 30. ágúst 2010 06:00 Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu" um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Alla getur misminnt - líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðlabanka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir". Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónarmið rækilega eins og alþjóð veit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hf., segist í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 28. ágúst sl. hafa sem formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði fengið bréf frá mér þar sem ég „leggist alfarið gegn… umræðu" um hlutverk Seðlabanka Íslands sem lánveitanda til þrautavara. Alla getur misminnt - líka mig og Sigurð Einarsson. Í bréfi sem ég skrifaði honum 8. maí 2006 lýsi ég mjög jákvæðri afstöðu til starfs nefndarinnar sem hann stýrði. Ég tek fram að nokkur umræðuefni hennar snerti Seðlabanka Íslands og niðurstöður nefndarinnar muni síðar koma til umfjöllunar í bankanum. Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum. En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál. Í bréfinu er vakin athygli á ákvæðum laga um Seðlabankann sem lánveitanda til þrautavara. Ákvæðin voru heimild en ekki skylda og tengdust aðeins lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda. Þá minni ég á það viðhorf að „eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja sem og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir". Vera má að Sigurði Einarssyni hafi ekki fallið þetta síðasta nógu vel í geð. Mér fannst tilefni til að minna sérstaklega á beina ábyrgð eigenda og stjórnenda bankanna. Atburðir sem orðið hafa síðar staðfesta og ítreka þetta sjónarmið rækilega eins og alþjóð veit.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar