Ásakanirnar sagðar ekki svaraverðar 30. ágúst 2010 06:00 Svarar ásökunum með því að benda á aðra.Fréttablaðið/Valli „Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
„Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira