Viðskipti erlent

Álverðið heldur áfram að hækka mikið í London

verðþróun á áli á markaðinum í London undanfarna þrjá mánuði.
verðþróun á áli á markaðinum í London undanfarna þrjá mánuði.
Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka mikið á málmarkaðinum í London. Stendur verðið nú í 2.424 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan í apríl s.l.

Í upphafi september stóð verðið í rétt tæpum 2.000 dollurum á tonnið og hefur því hækkað um rúmlega % síðan þá.

Lægst fór verðið á álinu í sumar í rúmlega 1.850 dollara um miðjan júnímánuð. Frá þeim tíma hefur það því hækkað um ríflega þriðjung.

Þessar hækkanir eru í takt við hækkanir á annarri hrávöru að undanförnu sem og málmum. Eins og kunnugt er af fréttum hefur verð á gulli aldrei verið hærra og verð á silfri hefur ekki verið hærra í 30 ár. Sömu sögu er að segja um kopar.

Þróun á gengi dollarans spilar hér einnig inn í en dollarinn hefur ekki verið veikari gagnvart evru í síðan í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×