Lífið

Jógvan náði stúdentsprófinu - myndir

Ellý Ármanns skrifar
„Svo tókum við Eurovision lögin okkar," sagði Jógvan sem er orðinn stúdent. Myndir/Heiða Lind Ingólfsdóttir.
„Svo tókum við Eurovision lögin okkar," sagði Jógvan sem er orðinn stúdent. Myndir/Heiða Lind Ingólfsdóttir.

„Við sungum lög af Vinalagadisknum okkar. Það er alltaf gaman að syngja þessi lög," sagði Jógvan Hansen sem söng ásamt Friðrik Ómari á Hátíð Hafsins í Reykjavík síðustu helgi eins og sjá má á myndunum sem Heiða Lind Ingólfsdóttir ljósmyndari tók.

„Mér finnst að fólk hefur gaman af að hlusta á færeysku og íslensku sungið saman. Það var nú líka fullt af Færeyingum á staðnum svo allir fengu sitt."

„Ég vill óska öllum gott sumar og minna alla á að vera góðir við hvern annan," segir Jógvan á sinn einlæga hátt með yndislega færeyska hreimnum hans.

„Svo tókum við Eurovision lögin okkar (Youtube.com). Við bjuggum til syrpu þar sem ég tek fyrst One more day síðan kemur Friðrik með This is my life og svo beint í Fairytale sem við tökum saman," segir Jógvan.

„Þetta eru lög sem flestir krakkar frá 0-100 ára kannast við. Svo eru þetta líka svona hress lög sem allir kunna að syngja með."

Jógvan og Friðrik Ómar á Hátíð hafsins síðustu helgi.

Jógvan orðinn stúdent

„Framundan hjá mér er sumarið en mikið er ég feginn að hafa klárað skólann minn. Ég er orðinn stúdent. Var á háskólabrú Keilis."

„Ég er að fara að gefa út lag núna í júni/júlí. Lag sem heitir Save it for at rainy day. Síðan er ég mikið að spíla í allt sumar."

„Ég og Vignir erum að fara út til Spánar að spíla og hlakka ég hrikalega mikið til að fara til útlanda í smá tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.