Þrískipting valdsins – núverandi flækjustig
Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta.
Forseti Íslands er samkvæmt stjórnarskránni æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan eru það þó ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem fara með framkvæmdarvaldið og ráða framkvæmd þeirra mála sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Ráðherrar bera ábyrgð á gerðum sínum gagnvart Alþingi.
Ráðherrar eru þannig helstu handhafar framkvæmdarvaldsins en Alþingi hefur falið sveitarstjórnum að sjá um framkvæmd ýmissa málaflokka, undir eftirliti ráðherra. Má þar t.d. nefna rekstur grunnskóla. Samkvæmt stjórnarskránni fara Alþingi og forseti Íslands saman með löggjafarvaldið. Handhafar löggjafarvalds eru kosnir í almennum leynilegum kosningum. Öll lög sem Alþingi samþykkir skulu jafnframt hljóta staðfestingu forseta Íslands áður en þau taka gildi.
Dómsvald er í höndum dómara og er aðgreining dómsvaldsins frá löggjafar- og framkvæmdarvaldi grundvallaratriði fyrir réttaröryggi í landinu. Alþingi setur lög sem dómstólum er skylt að dæma eftir, en dómstólarnir túlka lögin, óháð vilja annarra valdhafa, og leggja endanlegt mat á gildi þeirra. Þar á meðal úrskurða dómstólar hvort lög samrýmast stjórnarskránni. Dómstig í íslensku réttarkerfi eru tvö, héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands. Öll mál fara fyrst fyrir héraðsdóm en síðan má áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum tilteknum lágmarkskröfum ef þurfa þykir.
Eins og lesa má hefur skiptingu valds verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: ,,Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum".
Ef ég hef skilið þetta rétt þá er það í höndum forseta að dreifa valdi, bæði löggjafar- og framkvæmdavaldi, þar sem hann er aðili að báðum stigum, og svo er það framkvæmdavaldið sem skipar hæstaréttardómara og önnur helstu embætti dómsvaldsins. Þá er hægt að velta fyrir sér óháðu og sjálfstæðu dómsvaldi þegar þessu er háttað á þennan veg. Framkvæmdavaldið virðist eins og staðan er nú, einnig geta tekið ákvarðanir án þess að það fari í gegnum löggjafarvaldið eins og dæmin sanna.
Ég ætla að enda þenna pistil eins og ég nokkurnveginn byrjaði hann: "Markmiðið með þrískiptingu valdsins er að auka gegnsæi, draga úr spillingu og gera óháða rannsókn mála auðveldari. Skipting ríkisvaldsins á milli þessara þriggja sjálfstæðu valdhafa á því að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt þegnana frelsi með ofríki og að eigin geðþótta".
Sótt frá „https://lydraedi.is/%C3%9Er%C3%ADskipting_valdsins"
Skoðun
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar
Með vægi í samræmi við það
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku
Bergsveinn Ólafsson skrifar
Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi?
Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks
Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda
Ólafur William Hand skrifar
Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar?
Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar
Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
Ólafur Ágúst Hraundal skrifar