Viðskipti innlent

Landinn drakk minna í sumar

Sala áfengis dróst örlítið saman yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra. Á heimasíðu ÁTVR kemur fram að sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni hafi verið meiri en sömu mánuði 2009, en sala á bjór og sterkum vínum var minni.

„Athygli vekur að sala á freyðivíni eykst talsvert á milli ára," segir ennfremur þó sumarsalan nái ekki sömu hæðum og var árið 2007 þegar um 30 þúsund lítrar af freyðivíni seldust.

Fyrstu átta mánuði ársins er samdráttur í seldum lítrum 6 prósent á milli ára. „Minni samdráttur er í sölu á hvítvíni en rauðvíni en hlutfallslega hefur dregið meira úr söu bjórs eða 6 prósent á milli ára. Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 21 prósent og salan í blönduðum drykkjum um heil 30 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×