Viðskipti innlent

Gjaldeyriskaup Seðlabankans fyrr á ferðinni en ákveðið var

Stjórn Seðlabanka Íslands hóf boðuð gjaldeyriskaup sín tæplega viku áður en Peningastefnunefnd bankans ákvað að kaupin skyldu hefjast.

Samkvæmt hagtölum Seðlabankans keypti bankinn gjaldeyri fyrir tæpan milljarð króna í síðasta mánuði. Fyrstu kaupin fóru fram þann 25. ágúst s.l. en samkvæmt fundargerð Peningastefnunefndar frá 18. ágúst ákvað nefndin að kaupin skyldu hefjast þann 31. ágúst.

Í fundargerðinni segir að umfang kaupanna verði ákveðið með það að leiðarljósi að áhrif á gengi krónunnar verði sem minnst. Það hefur gengið eftir þar sem gengið hefur styrkst undanfarna viku.

Veltan á gjaldeyrismarkaðinum í heild nam 1,6 milljarður kr. í ágúst og voru kaup Seðlabankans því vel yfir helmingur af veltu mánaðarins. Veltan hefur aðeins einu sinn farið yfir 2 milljarða kr. í mánuði það sem af árinu. Það er í maí s.l. þegar veltan nam 3 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×