Stjórnvöld geirnegli áætlun 30. nóvember 2010 06:00 Rætt um sáttmálann hinn fyrri Frá fundahöldum launþega og atvinnurekenda í aðdraganda stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í júní í fyrra. Guðmundur Gunnarsson er til vinstri en við hlið hans situr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stendur fyrir aftan þá. fréttablaðið/anton Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Fleiri fréttir Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Innlent Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Innlent Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Innlent Fleiri fréttir Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Fá greitt 150 þúsund krónum minna en læknar í sömu stöðu Matráður segir upp á Mánagarði Listum skilað í Hörpu og lokadagur Norðurlandaráðsþings Ekki nauðvörn og fimm ára dómur fyrir manndrápstilraun stendur Eitt barn útskrifað af gjörgæslu Ábyrg framtíð býður bara fram í Reykjavík norður Skiluðu meðmælalistum í Hörpu Telur ráðningu Jóns í ráðuneytið ekki koma til af góðu Lilja Rafney skipar annað sætið á lista Flokks fólksins Þau eru í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn Sjá meira