Enski boltinn

Ferguson reiknar með Rio á móti Arsenal en ekki Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand talar hér við Ji-Sung Park.
Rio Ferdinand talar hér við Ji-Sung Park. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United er bjartsýnn á það að miðvörðurinn Rio Ferdinand geti spilað toppslaginn á móti Arsenal á mánudagskvöldið. Ferdinand meiddist aftan í læri í jafnteflisleiknum á móti Valencia í gærkvöldi.

Ferdinand fór útaf í byrjun seinni hálfleiks og í staðinn fyrir hann kom Chris Smalling inn í vörnina. Ferguson skipti Rio aðallega útaf til að passa upp á að hann meiddist ekki meira.

„Rio tognaði aðeins aftan í læri. Hann fann fyrir því í hálfleik en vildi láta reyna á það. Hann fann áfram fyrir þessu í seinni hálfeik og við vildum ekki taka neina áhættu. Það var heldur engin ásæða til þess því við vorum með Chris Smalling á bekknum," sagði Sir Alex Ferguson.

„Rio hefur nú sex daga til þess að ná sér góðum og ég er viss um að hann verður klár á mánudaginn," sagði Ferguson sem er ekki alveg eins bjartsýnn á stöðu mála hjá miðjumanninum Paul Scholes.

Scholes er enn að glíma við nárameiðsli sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleik á móti Rangers fyrir tveimur vikum.

„Paul reyndi að æfa á mánudaginn en varð að hætta og því tel ég að það verði mjög erfitt fyrir hann að ná mánudagsleiknum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×