Viðskipti innlent

Efnahagsbatinn hafinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Visbendingar eru um að botn efnahagssamdráttarins sé að baki. Sé efnahagsbati hafinn eða við það að hefjast er það nokkru fyrr en Seðlabankinn spáði í Peningamálum í maí.

Seðlabankinn segir í Peningamálum, sem komu út í dag, að vöxtur innflutnings á fjárfestingavörum á fyrri hluta þessa árs gefi tilefni til að ætla að atvinnuvegafjárfesting hafi verið sterkari en áður var talið, þrátt fyrir enn frekari tafir á áætlunum um fjárfestingu tengdri stóriðjuframkvædum.

Seðlabankinn segir að það séu einkum vísbendingar af vinnumarkaði sem styðji þá skoðun að efnahagsbatinn sé kröftugri og fyrr á ferðinni, en aðrar visbendingar eins og veltutölur gefi tilefni til varkárni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×