Körfubolti

Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pavel Ermolinskij.
Pavel Ermolinskij. Mynd/Daníel

„Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld.

„Við erum að ná upp stöðugleika en hann er ekki kominn, þetta var einn leikur og núna þurfum við að spila alltaf svona. Þá munum við ekki tapa mörgum leikjum,"

KR og Njarðvík hafa háð margar rimmur í gegn um tíðina og þrátt fyrir að Njarðvík hafi verið spáð 6. Sæti í deildinni var ekkert vanmat í gangi hjá KR.

„Að vanmeta lið þýðir bara vandræði, þetta Njarðvíkurlið er með þvílíka hefð á bak við sig og stráka sem eru vanir að vinna körfuboltaleiki. Það er ekkert lið sem getur vanmetið Njarðvík,"

KR eru ósigraðir á heimavelli í ár eftir brösugt gengi á heimavelli í fyrra

„Okkur líður vel í Vesturbænum og fólkið var með á nótunum í kvöld. Við vorum svolítið að klikka á þessu í fyrra að tapa mörgum leikjum hérna heima en við erum ósigraðir í ár og við stefnum á að hafa þetta sterkasta heimavöllinn á Íslandi."

KR lyfti sér með þessu upp í 3. Sæti deildarinnar aðeins 2 stigum eftir toppliðunum Snæfell og Grindavík en þeim var spáð titlinum fyrir tímabilið.

„Mótið er nýbyrjað þannig við erum ekki mikið að horfa á töfluna, það er erfitt að meta hvar hvert lið stendur þannig við tökum þetta einn leik í einu. Þegar seinni umferðin byrjar förum við að líta á töfluna en eins og staðan er það gamla klisjan, einn leikur í einu, " sagði Pavel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×