Viðskipti innlent

Öllum framkvæmdastjórum Landsbankans sagt upp

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Öllum núverandi framkvæmdastjórum Landsbankans, átta að tölu, verður sagt upp og stöður þeirra auglýstar lausar til umsóknar. Þetta er á meðal þess sem kom fram þegar Steinþór Pálsson bankastjóri kynnti í gær nýtt skipurit fyrir starfsmönnum í gær.

Samkvæmt nýja skipuritinu verða meginsvið bankans átta talsins og verða stöður framkvæmdastjóra þeirra allar auglýstar til umsóknar. Gömlu framkvæmdastjórarnir hafa verið hvattir til að sækja um stöður sínar að nýju.

Í tilkynningu um málið á heimasíðu bankans segir að bankastjóri og bankaráð Landsbankans leggi mikla áherslu á að stjórnendur sæki sér nýtt og óskorað umboð og að samhentur forystuhópur myndist um ný markmið og stefnu bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×