Innlent

Seðlabankinn sýslar með viðkvæmar persónuupplýsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bankastjórar og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Mynd/ Pjetur.
Bankastjórar og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Mynd/ Pjetur.
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að vinnsla Seðlabanka Íslands vegna eftirlits með gjaldeyrisviðskiptum einstaklinga lúti, að minnsta kosti að hluta til, að viðkvæmum persónuupplýsingum.

Á vefsíðu Persónuverndar segir að málið hafi verið tekið til meðferðar í því ljósi og nú sé beðið skýringa bankans, meðal annars á því með hvaða hætti hann uppfyllir þær kröfur sem lög um persónuvernd gera til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga.

Þau gögn sem Seðlabankinn vinnur með við umrætt eftirlit eru staðfest afrit símgreiðsluskeyta, afrit tölvupóstskeyta og annarra gagna sem liggja til grundvallar tilteknum viðskiptum eða fjármagnshreyfingum, ítarupplýsingar um tilteknar hreyfingar á innlánsreikningum sem ekki reynist unnt að rekja með hefðbundnum hætti, auk fleiri upplýsinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×