Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu 12. nóvember 2010 20:25 Lewis Hamilton í sólsetrinu í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira