Fótbolti

„Skotlendingurinn“ Gylfi Þór tilnefndur sem leikmaður umferðarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór fagnar marki í leik með Hoffenheim.
Gylfi Þór fagnar marki í leik með Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts

Gylfi Þór Sigurðsson er einn þeirra leikmaður sem kemur til greina sem leikmaður 10. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar á heimasíðu hennar.

Gylfi er einn sex leikmanna sem er tilnefndur en kjósa má með því að smella hér.

Hann sló í gegn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni með liði sínu, Hoffenheim, er það vann 4-0 sigur á Hannover um helgina. Hann skoraði tvö mörk og lagði það þriðja upp.

Þýskir fjölmiðlar voru fljótir til og í þýska dagblaðinu Bild var sagt að „Skotlendingurinn" Gylfi Þór hefði afgreitt Hannover með stæl.

Skotlendingur, eða „Schießländer" rímar við „Isländer" sem þýðir vitanlega Íslendingur. Sannarlega réttnefni enda Gylfi þekktur fyrir ótrúlega skothæfni sína.

Gylfi var svo valinn í lið umferðarinnar af þýska knattspyrnuritinu Kicker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×