Handbolti

Hanna og Arna í stuði í leikjum dagsins í kvennahandboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Mynd/Stefán
Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði 16 mörk í þrettán marka sigri Hauka á HK í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta og Arna Valgerður Erlingsdóttir var með 11 mörk í þriggja marka sigri KA/Þór á FH fyrir norðan.

Haukar unnu 41-28 sigur á HK eftir að hafa skorað 23 mörk gegn 12 í fyrri hálfleik. Haukar tryggðu sér endanlega sæti í úrslitakeppninni með þessum sigri.

KA/Þór vann 28-25 sigur á FH sem er tveimur sætum ofar í töflunni. FH var búið að vinna báða leiki liðanna í vetur þar á meðal 39-30 sigur í fyrri leiknum fyrir norðan.

Hin 19 ára Arna Valgerður Erlingsdóttir átti mjög góðan leik og skoraði ellefu mörk fyrir KA/Þór í leiknum. Hún er þar með búin að skora 114 mörk í 20 leikjum á þessu tímabili.

Úrslit og markaskorarar í N1 deild kenna í dag:

KA/Þór-FH 28-25 (17-13)

Mörk KA/Þór: Arna Valgerður Erlingsdóttir 11, Unnur Ómarsdóttir 5, Martha Hermansdóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 4.

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 9, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 4, Steinunn Snorradóttir 2, Berglind Ó Björgvinsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1.

HK-Haukar 28-41 (12-23)

Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 9, Gerður Arinbjarnar 6

Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 1, Lilja Lind Pálsdóttir 1, Helena Jónsdóttir 1.

Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 16, Erna Þráinsdóttir 6, Nína Björk Arnfinnsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 3, Ramune Pekarskyte 3, Erla Eiríksdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Þórdís Helgadóttir 1, Sandra Sigurjónsdóttir 1, Karen H. Sigurjónsdóttir 1, Viktoria Valdimarsdóttir 1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×