Brotist var inn í þrjá sumarbústaði á Suðurlandi.
Tveir bústaðanna eru í Heiðabyggðarlandi og eru í eigu stéttarfélags. Þetta er í þriðja sinn sem brotist er þar inn á innan við ári. Í tvö fyrri skiptin náðust þjófarnir með þýfið.
Í þetta sinn hafa hinir fingralöngu enn ekki fundist. Þeir stálu flatskjáum. Þriðji bústaðurinn er við Apavatn og einnig í eigu stéttarfélags. Þaðan var stolið raftækjum.- jss