Lífið

Tróð Íslendingi í verk Ravenhills

Einar æfir nú útskriftarverk sem leikskáldið Mark Ravenhill skrifar.
Einar æfir nú útskriftarverk sem leikskáldið Mark Ravenhill skrifar. Mynd/Viktor Örn

„Ég náði meira að segja að troða Íslendingi í verkið, sem ég leik sjálfur,“ segir leikaraneminn Einar Aðalsteinsson.

Einar tekur nú þátt í lokasýningu breska leiklistarskólans Lamda, en hann útskrifast í sumar. Verkið er eftir skáldið Mark Ravenhill sem samd meðal annars hið umdeilda Shopping and Fucking, sem hefur verið sýnt víða um heim.

„Á hverju ári eru þekkt leikskáld og rithöfundar fengnir til að koma inn og vinna með okkur yfir skólaárið,“ segir hann. „Við fengum Mark í fyrra. Hann setti okkur í rannsóknarvinnu þar sem við skoðuðum kjöt, peninga og Jesú. Nú er hann svo búin að skrifa leikrit út frá rannsóknunum.“

Einar er einn af átta nemendum við skólann sem valdir voru til að leika í sýningunni. Hann leikur þrjú hlutverk í verkinu en allir nemendurnir taka að sér þrjú hlutverk nema sá sem leikur aðalhlutverkið.

Einar útskrifast í með Harry Melling sem lék í Harry Potter-myndunum. Sebastian Reid útskrifast einnig en hann er um þessar mundir að leika í nýrri mynd Roland Emmerich, leikstjóra Independence Day. Á síðasta ári útskrifaðist úr sama skóla Sam Claflin, sem leikur nú í nýrri mynd um sjóræningjann Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean. -ls

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.